Markmið á nýju ári – Að vilja er ekki nóg

Ef þú vilt auka árangur og velgengni þína þá er ekki nóg að vilja það. Margt fólk, fyrirtæki og jafnvel alþjóðlegar samsteypur “vilja” bæta árangur sinn, en að vilja eitthvað bætir ekki ástandið. Hve mikilli velgengni viltu ná, hve mikið viltu bæta árangur þinn? Ef þú veist ekki núna, nákvæmlega hve mikla velgengni og árangur…

Sjálfsímynd unglingsins

Nýjar leiðir til þess að byggja upp jákvæða og heilbrigða sjálfsímynd. Það getur verið erfitt að byggja upp jákvæða og heilbrigða sjálfsímynd hjá unglingum, einfaldlega vegna þess að á þeim árum er það hópurinn sem ræður því hvað er flott og hvað ekki. Á þessum árum eru oft gerðar óheyrilegar kröfur til útlits og hegðunar…

Táknmál augnanna

Augun eru spegill sálarinnar segir fornt máltæki og í dag á tuttugustu og fyrstu öldinni þá hefur þessi gamla viska öðlast nýja merkingu. Vísindamenn hafa uppgötvað aðferð sem gerir þér kleift að sjá hvernig aðrir hugsa. Þetta er ekki gert með hugsanalestri, hugskeytaflutningi eða dulfræðileg fjarskynjun á útgeislun árunnar. Við hreyfum augun eftir fyrirframákveðnu mynstri…

Láttu drauma þína og vonir rætast

Oft er það svo að velgengni og uppfylling draumanna byggist á því að vera rétta manneskjan á réttum stað og réttum tíma. Mikið væri það gaman og óskandi að dvelja oftar á þeim stað í lífinu. Það þarf bara að finna þennan töfrapunkt í veruleikanum, þar sem allt kemur heim og saman, draumur þinn og…

Offita og megrun – sálræni þátturinn

Þeir sem eru í megrun og þurfa að grenna sig, hvort sem það er í gegnum líkamsrækt, mataræði eða annað mega ekki gleyma sálræna þættinum. Í undirmeðvitundinni er löngun og vani sem keyrir fólk áfram í ofátinu, og ef ekki er tekið á þessum þætti samhliða líkamsrækt og mataræði þá geta allar tilraunir til að…

Verð ég grönn ef ég ímynda mér það

Á kynningarfundi þar sem ég stóð frammi fyrir stórum hóp fólks, lýsti ég því hvernig hægt væri að nota ímyndunaraflið til að bæta minnið. Eftir skamma stund tók ég eftir því að ein konan í hópnum var farin að ókyrrast í sætinu sínu og kominn á hana gremjusvipur sem jókst eftir því sem ég talaði…

Sjálfsímyndin – Þitt innra útlit

Hvað er sjálfsímynd? Við skulum reyna að kasta einhverju ljósi á það hérna. Innra með þér býr “sjálfsímynd”, sem mótar persónuleika, hegðun og jafnvel kringumstæður þínar. Sjálfsímynd er hugtak sem gefur til kynna heildarskoðun þína á sjálfum þér, þ.e.a.s. hver þú ert, hvaða hæfileika þú hefur til að bera og sérstöðu þína gagnvart öðrum. Þú…