cd_kiloin

Losnað við kílóin CD

kr. 2,500

Losaðu þig við aukakílóin á auðveldan og árangursríkan hátt.

Tegund: CD diskur
Útgefandi:
Hugbrot.is
Þula: Signý Hafsteinsdóttir
Tónlist: Aðalsteinn Guðmundsson
Lengd: 30 mín
Verð: 2.500 kr.
Sending: 0 kr.

Categories: ,

Product Description

Hvernig væri að læra ný viðhorf og breyta um hugarfar í tengslum við mat og líkamann? Allt hefst á hugsun og viðhorfi, og þar stranda líka mörg fögur fyrirheit, þ.e.a.s. ef hugsunin er ekki í samræmi við markmiðið.

Þegar þú hlustar á geisladiskinn Losnað við kílóin, þá nærðu þeim árangri að breyta matarvenjum þínum. Þú endurmenntar undirvitundina og breytir vanahegðun þinni varanlega, og nærð þinni eðlilegu kjörþyngd á þeim tíma sem það tekur líkamann að losna við aukakílóin.

Þessi aðferð tekur tíma, því mjög skyndileg megrun er ekki holl fyrir líkamann og líklegasta afleiðingin yrði að kílóin kæmu fljótt aftur.

Búðu þig undir lífstílsbreytingu sem byrjar innra með þér á meðan þú tekur sjálfan þig í meðferð. Það eina sem þú þarft að gera er að hlusta á diskinn einu sinni á dag í 21 – 30 daga, þannig tryggir þú árangurinn.

Diskurinn Losnað við kílóin byrjar á þægilegri tónlist með djúpslökun til þess að róa huga og líkama.

Diskurinn leiðir þig síðan hægt og rólega í gegnum sérstakt ofurnámsferli þar sem þú lærir að virkja mátt ímyndunaraflsins og óbeislaða orku hugans til þess að losa þig við aukakílóin á auðveldan og árangursríkan hátt. Að lokum ert þú leidd hægt og rólega upp úr þessum djúpu sviðum hugans inn í dagvitundina, úthvíld og endurnærð.

Á geisladiskinum eru jákvæðar staðhæfingar, ásamt sefjunarferli með sérstökum dáleiðsluskipunum sem hafa áhrif á undirmeðvitundina og breyta vanahegðun hlustandans. Staðhæfingarnar hjálpa hlustandanum að virkja hugann á jákvæðan hátt, til að bæta líf sitt.

Þessi diskur er tilvalinn fyrir alla þá sem vilja auðvelda sér baráttuna við aukakílóin, vera í góðu formi og lifa heilbrigðu lífi. Bestur árangur næst með því að hlusta daglega á diskinn.

Reviews

There are no reviews yet.

Be the first to review “Losnað við kílóin CD”

Your email address will not be published. Required fields are marked *

clear formPost comment