Meðferð persónuupplýsinga
Vefgestir geta treyst því að við verndum af fremsti megni persónugögn þeirra sem heimsækja þennan vef.

Hvaða upplýsingum söfnum við?
Við söfnum eingöngu þeim persónuupplýsingum sem þú lætur í té hér á þessum vef.

Hvernig notum við upplýsingarnar?
Við munum ekki afhenda, selja, leigja, lána eða með öðrum hætti framselja þessar upplýsingar til þriðja aðila. Endrum og sinnum munum við nota þessar upplýsingar í samstarfi við valda samstarfsaðila vefjarins, en þá aðeins með þeim hætti sem þú hefur með upplýstu samþykki gefið jákvæði fyrir. Við áskiljum okkur rétt til þess að miðla persónuupplýsingum í því skyni að uppfylla lögmælt fyrirmæli, vernda heilindi síðunnar, vegna fyrirmæla þinna, eða vegna lögreglurannsókna eða rannsókna í þágu almannaöryggis.

Aðgangur
Þú hefur stjórn á öllum þeim persónuupplýsingum sem þú lætur okkur í té í gegnum Netið. Þú getur nálgast þessar upplýsingar hvenær sem er í þeim tilgangi að breyta þeim eða leiðrétta, en það gerirðu með því að senda okkur póst í netfangið hugbrot@hugbrot.is.

Tengingar á aðrar síður
Það getur gerst að við bjóðum upp á tengingu við vefi sem eru ekki reknir af okkur. Ef þú skyldir heimsækja slíka vefi, ráðleggjum við þér að skoða stefnu þeirra varðandi meðferð persónuupplýsinga. Við berum enga ábyrgð á stefnu rekstraraðila slíkra vefja í sambandi við persónuvernd.

Breytingar á stefnu
Nauðsynlegt getur reynst fyrir okkur að breyta stefnu þessari að einhverju leyti með tímanum. Við hvetjum þig því til þess að gaumgæfa þessa síðu með reglulegu millibili. Slíkar breytingar munu þó aldrei verða afturvirkar, þannig að upplýsingar sem við höfum fyrir slíkar breytingar munu eftir sem áður lúta þeim reglum sem giltu við innslátt upplýsinganna.

Hvernig hægt er að ná í okkur?
Þú getur sent okkur póst á:
Hugbrot
Krabbastígur 1a

600 Akureyri