Eigendur Hugbrots eru hjónin Petrea Guðný Sigurðardóttir og Guðmundur Þorsteinn Gunnarsson, en þau festu kaup á fyrirtækinu í mars 2017. Petrea er iðjuþjálfi að mennt og hefur starfað í rúm tíu ár á Kristnesspítala. Í desember 2008 lauk hún námi í hugrænni atferlismeðferð (HAM) fyrir háskólamenntað heilbrigðisstarfsfólk. Guðmundur er verslunarstjóri á Domino‘s akureyri og hefur sinnt því starfi frá 2009. Saman eiga þau tvö börn, dreng og stúlku.

 Stofnandi Hugbrots var Garðar Garðarsson og er hann höfundur efnisins. Hann útskrifaðist árið 1988 með Neuro Linguistic Programming (NLP) gráðu frá Grinder De Lozier & Associates í Bandaríkjunum. Það var árið 2001 sem hann tók saman allt besta efnið af námskeiðum sínum og úr einkatímum og bjó til efnið sem er til sölu á þessum vef. Efnið, sem bæði er hægt að kaupa á geisladiskaformi og sem hljóðskrár, hefur notið gríðarlegra vinsælda frá upphafi og hafa þúsundir ánægðra viðskiptavina notað það til að ná markmiðum sínum. Það má lesa umsagnir og reynslu notenda af efninu á vefnum.

NLP þykir ein öflugasta aðferðafræði sem völ er á til þess að gera breytingar á viðhorfum, hegðun og vönum. Stundum nefnd ofurnám (sefjunarfræði). Efnið byggir einnig á djúpslökun, dáleiðslu, tónlistarlækningum og beitingu ímyndunaraflsins. Það eflir hæfileika okkar til þess að læra og tileinka okkur nýja hluti.

Rekstraraðili Hugbrot.is: PGS ehf.
Kennitala: 410317-0280
Heimilisfang: Krabbastígur 1a, 600 Akureyri
Sími: 695-3079 (Petrea) / 779-8909 (Guðmundur)

Vefslóð: http://www.hugbrot.is
Netfang: hugbrot@hugbrot.is